Stjórnandi og stjórn félagsins
Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins frá 2018 er
Karen Sturlaugsson
Karen Janine Sturlaugsson er fædd í Bandaríkjunum en er af íslensku bergi brotin. Hún byrjaði að læra á píanó sex ára en bætti fljótlega við námi á trompet. Hún lauk háskólaprófi í tónlist á trompet, í hljómsveitarstjórn og stærðfræði frá bandarískum háskóla. Hún lærði hljómsveitarstjórn hjá Herbert Blomsted og fleirum en ólst upp í lúðrasveitum en faðir hennar var lúðrasveitastjórnandi. Hún byrjaði að stjórna sinni fyrstu lúðrasveit 16 ára. Hún hefur aðalega verið að stjórna skólalúðrasveitum í gengum árum – bæði í USA og á Íslandi. Hún hefur stjórnað bæði elstu Lúðrasveit TR, bæjarlúðrasveit Reykjanesbæjar og Léttsveit TR. Í dag er hún að stjórna Bjöllukór TR, Stórsveit Suðurnesja og Lúðrasveit verkalýðsins. Hljómsveitir hennar hafa ferðast mikið, bæði á Íslandi og til útlanda. Karen hefur kennt við Tónlistarskólann í Keflavík frá 1988 og var skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík 1997-1999. Hún hefur verið aðstoðaskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar síðan 1999. Karen hlaut Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluverðlaunin árið 2001 og er nú listamaður Reykjanesbæjar árin 2022-2026. Karen hlaut Fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu íslensk tónlistarlífs árið 2022, sem var afhent af forseta Íslands í júní það ár.