Vertu með!

Við tökum alltaf vel á móti hressu fólki sem vill spila með og skemmta sér með okkur! Líttu við á æfingu eða hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.

heyrðu í okkur

Bókaðu lúðrasveit í partýið

Komdu vinnunni, kunningjum, vinum eða fjölskyldu á óvart með því að koma með heila lúðrasveit með þér í partýið. Heyrðu í okkur og við finnum góða lausn.

Hafðu samband

LV á Facebook

Lúðrasveitin er að sjálfsögðu á Facebook. Líttu við og sjáðu allar nýjustu fréttir frá sveitinni og myndir úr starfinu.

Fara á Facebook

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar okkar styðja þétt við bakið á lúðrasveitinni og gera henni kleift að starfa með það að leiðarljósi að allir geti bæði haft aðgang að því að spila með sveitinni eða hlýða á tónleika sveitarinnar, burtséð frá efnahag. Því eru engin félagsgjöld í Lúðrasveit verkalýðsins og er aðgangur að tónleikum ávallt án endurgjalds.