Lúðrasveit verkalýðsins

70 ár af tónlist

Sexföld röð í svörtum sokkum

Lúðrasveit verkalýðsins hefur starfað síðan 1953 og er því að verða háöldruð en er enn í fullu fjöri! Hátt í 70 hljóðfæraleikarar æfa reglulega með sveitinni. Eitt af megin hugsjónum sveitarinnar er að allir geti tekið þátt í að spila og njóta tónlistar burtséð frá efnahag og aðstæðum. Því eru engin félagsgjöld í Lúðrasveit verkalýðsins og frítt er inn á alla tónleika á vegum sveitarinnar. Þetta væri þó ekki hægt nema fyrir sterka bakhjarla sem lúðrasveitin á í verkalýðsfélögum landsins.

það helsta

Við tökum við öllum þeim sem vilja njóta þess að spila og skemmta sér með okkur. Það eru engin félagsgjöld svo það er ekkert því til fyrirstöðu að smella hér á hnappinn og mæta svo á næstu æfingu 🤩

Nýjustu fregnir af sveitinni, myndir úr starfinu, tónleikaauglýsingar og fleira má finna á facebook. Endilega skelltu í like og við sjáum um rest!

Þú verður the GOAT með því að mæta með heila lúðrasveit í partýið!
Að spila fyrir einkaaðila er ein stærsta fjármögnun sveitarinnar ásamt styrktaraðilum sem styðja þétt við sveitina.

STYRKTARAÐILAR