Hvað er stórsveit?
Stórsveit eða djass-sveit er tegund tónlistarhóps djasstónlistar sem venjulega samanstendur af tíu eða fleiri hljóðfæraleikurum í fjórum hljóðfærahópum: saxófónum, trompetum, básúnum og slagverki. Stórhljómsveitir komu til sögunnar snemma á tíunda áratugnum og drottnuðu yfir djassinum snemma á fjórða áratugnum þegar swing var vinsælast. Hugtakið „stórsveit“ er einnig notað til að lýsa tónlistartegund, þó að þetta hafi ekki verið eini tónlistarstíll stórsveita.
Stórsveitir byrjuðu sem undirleikur fyrir dans. Öfugt við hina dæmigerðu djassáherslu á spuna, treystu stórsveitir á skrifuð tónverk og útsetningar. Þeir gáfu hljómsveitarstjórum, útsetjurum og hljóðfærahópum stærra hlutverk frekar en einleikurum.
Stórsveit verkalýðsins
Stórsveit verkalýðsins er sérstök sveit innan Lúðrasveitar verkalýðsins sem sérhæfir sig í flutningi jass og stórsveitarlaga. Í sveitinni eru núverandi meðlimir í Lúðrasveit verkalýðsins og Karen Sturlaugsson stýrir sveitinni.
Stórsveit verkalýðsins hefur verið starfandi allt frá níunda áratugnum og kom fyrst fram undir stjórn Ellerts Karlssonar vorið 1985. Síðan þá var sveitin starfandi um árabil en lagðist svo í dvala.
Stórsveitin hefur verið endurvakin með reglulegu millibili og skemmst er að minnast þess þegar Kári Húnfjörð Einarsson stýrði henni á stórsveitarmaraþoni árið 2012.
Nú hefur Karen Sturlaugsson tekið við sprotanum og er stórsveitin í feikna fjöri. Það sem af er árinu 2023 hefur stórsveitin komið tvisvar fram í tónlistarhúsinu Hörpu við góðan orðstýr og stefnir sveitin hærra og lengra í framtíðinni.