Lög félagsins

1. kafli
Nafn, heimili og tilgangur félagsins

1. grein

Nafn félagsins er Lúðrasveit verkalýðsins, skammstafað LV, og er lögheimili og varnarþing þess í Reykjavík

2. grein

Markmið félagsins er að efla tónmennt meðal almennings, leika á útifundum, í kröfugöngum og á öðrum samkomum alþýðunnar. Þá skal félagið standa fyrir að minnsta kosti einum tónleikum ár hvert.

3. grein

Félagið starfar í tengslum við Menningar- og fræðslusamband alþýðu og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík